Betri nýting, minni sóun
Norðurlöndin verði leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda

Hvað er NordBio

Norræna lífhagkerfið (NordBio) er forgangsverkefni í formenskuáætlun Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið nær til þriggja ára (2014-2016) og er unnið í samstarfi fimm norrænna ráðherranefnda. NordBio leiðir saman breiðan hóp sérfræðinga á Norðurlöndum sem leggja saman krafta sína og vinna að verkefnum sem stuðla að sjálfbærri nýtingu lifandi náttúruauðlinda.

Betri nýting, minni sóun.

Markmið NordBio er að gera Norðurlöndin leiðandi í sjálfbærri framleiðslu og nýtingu lífauðlinda í því skyni að draga úr sóun og efla nýsköpun, grænt atvinnulíf og byggðaþróun.

kynntu þér verkefnin

 • Biophilia

  Að samþætta á nýstárlegan hátt menntun, menningu, vísindi og nýsköpun þar sem sköpun er notuð sem kennslu- og rannsóknaraðferð.

 • Ermond

  Að draga úr áhrifum af náttúruvá með því að efla seiglu (e. resilience) vistkerfa.

 • Nýsköpun

  Að auka verðmætasköpun í lífhagkerfinu og sjálfbærri matvælaframleiðslu.

 • Marina

  Að finna leiðir til orkuskipta og orkusparnaðar á sjó, þannig að dregið verði úr losun gróðurhúsalofttegunda sem og staðbundinni mengun.

 • Woodbio

  Að stuðla að fjölbreyttari nýtingu og virðisaukningu skógarafurða með áherslu á viðarlífmassa.