Stjórnfyrirkomulag

Home / Um NordBio / Stjórnfyrirkomulag

Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014. Í því felst meðal annars að Íslendingar unnu formennskuáætlun sem nær til þriggja ára, 2014-2016. Gróska og lífskraftur er yfirskrift formennskuáætlunarinnar, sem samanstendur af þremur formennskuverkefnum. Verkefnin eru: Norræni spilunarlistinn, Norræna velferðarvaktin og Norræna lífhagkerfið (NordBio).

NordBio er stærsta verkefnið í formennskuáætlun Íslands og kallar á nokkuð öflugt stjórnfyrirkomulag:

Norræna ráðherranefndin

Norræn ráðherranefnd um fiskveiðar, fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJSL) ber ábyrgð á NordBio áætluninni í samstarfi við fjórar aðrar ráðherranefndir, þ.e. ráðherranefnd um umhverfismál (MR-M), atvinnu-, orku- og byggðamál (MR-NER), menntun og rannsóknir (MR-U) og menningu (MR-K). Samkvæmt venju fela ráðherranefndirnar embættismannanefndum sínum að framfylgja áætlunum sem í gildi eru og ýmsum ákvörðunum. Það er því embættismannanefnd um fiskveiðar, fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (EK-FJSL) sem ber megin ábyrgð á NordBio áætlunni.

Norrænn stýrihópur NordBio

Ísland leggur mikla áherslu á að tryggja norrænt samstarf í formennskuáætlun sinni og í því skyni var skipaður norræn stýrihópur fyrir NordBio áætlunina. Í honum eiga öll Norðurlöndin og sjálfsstjórnarlöndin þrjú sinn fulltrúa. Nokkrar norrænar stofnanir eiga þar einnig áheyrnarfulltrúa. Ísland fer með formennsku í stýrihópnum og er Danfríður Skarphéðinsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu formaður hans. Aðrir í hópnum eru Linnéa Johansson (Álandseyjar), Tanja Elisabeth Erbs (Danmörk), Haraldur Joensen (Færeyjum), Liisa Saarenmaa (Finnland), Nette Levermann (Grænland), Marait Valseth (Noregur) og Stefan Källman (Svíþjóð).

Helstu hlutverk stýrihópsins eru að tryggja að ákvörðunum EK-FJSL sé framfylgt og að verkefni séu unnin samkvæmt áætlun.

Hér má nálgast fundargerðir stýrihópsins (á dönsku)…. tengja

Íslensk verkefnisstjórn NordBio

Þrjú íslensk ráðuneyti koma með beinum hætti að NordBio áætlunni. Það er atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Fjórir fulltrúar skipa íslensku verkefnisstjórnina. Formaður hópsins er Halldór Runólfsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (sjávarútvegs- og landbúnaðarhlutans). Aðrir í hópnum eru Elvar Knútur Valsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu (iðnaðar- og nýsköpunarhlutans), Jón Geir Pétursson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Stefán Stefánsson frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Helstu hlutverk íslensku verkefnisstjórnarinnar eru að hrinda einstökum verkefnum í framkvæmd, að tryggja gæði verkefna og að þau fylgi áherslum NordBio áætlunarinnar og að vinna tillögur að skiptingu fjármuna milli verkefna.

Hér má nálgast fundargerðir verkefnisstjórnarinnar….tengja

Verkefnisstjóri

Eins og fram kemur hér að ofan er fjöldi nefnda, ráðuneyta og stofnana sem kemur að NordBio áætluninni og krefst hún því náins þverfaglegs samstarfs. Verkefnisstjóri (coordinator) er Hólmfríður Sveinsdóttir frá Byggðastofnun. Hún hefur aðsetur í umhverfis- og auðlindarráðuneytinu. Netfang hennar er holmfridur.sveinsdottir@uar.is og síminn er 545 8600.

Norrænir fánar

talkejteljt