Marina

Aukin notkun vistvænnar orku á sjó
Home / Verkefni / Marina

Norðurlöndin eiga það öll sameiginlegt að treysta á auðlindir hafsins, flutningar á sjó eru mikilvægir og sjótengd ferðaþjónusta er algeng. Umræða um opnun Norðurheimskautsins fyrir skipaumferð hefur aukist en hafsvæði norðurhluta heimsins eru viðkvæm fyrir loftslagsbreytingum og mengun.

Aukin nýtni og minni útblástur

Margt hefur áunnist undanfarin ár varðandi aukna notkun vistvænnar orku á bifreiðar, en minni áhersla hefur verið á farartæki á sjó. Í dag eru þó gerðar auknar kröfur um útblástur skipa og til að framfylgja þeim kröfum er mikilvægt að skoða möguleika farartækja á sjó til að auka notkun vistvænnar orku, auka nýtni og minnka útblástur.

Markmið með Marina

Marina er eitt af þemaverkefni NordBio. Stjórn Marina samanstendur af fulltrúum iðnaðarins og hins opinbera. Öll Norðurlöndin eiga þar fulltrúa sem tengjast víðtækum netverkum innan síns geira. Markmið Marina er að virkja þessi netverk og tengja saman þá sem hafa áhuga á að koma af stað grænum verkefnum tengdum sjávariðnaði. Markmiðið er einnig að greina hvaða hindranir eru mögulega í veginum. Marina mun jafnframt skoða hvort og þá hvernig hið opinbera geti stutt við nýsköpun í grænum verkefnum á sjó með ívilnunum eða til að yfirstíga þær hömlur sem eru til staðar. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að ná á settum markmiðum er mikilvægt að iðnaðurinn og stjórnvöld vinni saman.

 

Nánari upplýsingar

Ágústa S. Loftsdóttir, verkefnisstjóri
Orkustofnun,
Grensásvegi 9, 108 Reykjavík
Sími: 569 6000
Netfang: asl@os.is