Nýsköpun í lífhagkerfinu

Tækifæri til vöruþróunar og verðmætasköpunar.
Home / Verkefni / Nýsköpun í lífhagkerfinu

Nýsköpun í norræna lífhagkerfinu (e. Innovation in the  Nordic bioeconomy) er  nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem hefur það að markmiði að nýta betur tækifæri til vöruþróunar og verðmætasköpunar í lífhagkerfinu. Takmarkið er minni sóun og aukin nýting náttúrulegra auðlinda til eflingar byggða til sjávar og sveita.

Yfirfærsla þekkingar

Til að ná settum markmiðum er unnin greining á því sem best  hefur til tekist („best practice”) á tilteknum sviðum lífhagkerfisins og lögð áhersla á að yfirfæra þekkingu og tækni milli ólíkra greina og á milli landa. Verkefnið kallar þannig á mikla samvinnu milli Norðurlandanna þar sem verkþekking er flutt milli landa, bæði í stoðkerfinu og milli fyrirtækja/frumkvöðla. Sérstök áhersla er lögð á samstarfsverkefni sem tengja saman ólíkar greinar.

Verkefnið skiptist í þrjá megin hluta:

  1. Að auka nýsköpun í matvælaframleiðslu til þess að styrkja svæðisbundin hagvöxt. Fyrirtæki og frumkvöðlar eru hvött til vöruþróunar með áherslu á matvælaframleiðslu og tengdar greinar og nýta til þess vannýtt aðföng úr nærumhverfinu. Í fyrsta hluta var auglýst eftir aðilum sem vildu fá aðstoð við vöruþróun á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum. Um 20 nýjar vörur voru í kjölfarið kynntar á ráðstefnu á Selfossi. Sjá nánar hér.
  2. Aukin sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Með það að markmiði að gera matvælaframleiðslu sjálfbærari með tilliti til fóðurframleiðslu, áburðar og annarra nauðsynlegra aðfanga með því að staðsetja framleiðslu á þessum aðföngum nálægt framleiðslusvæðunum. Verkefnið kallar á nána samvinnu milli geira lífhagkerfisins.
  3. Aukin framleiðsla lífmassa og lífmassaver. Hér er markmiðið er að auka framleiðslu lífmassa og/eða nýta ónýttan lífmassa til verðmætasköpunar í lífmassaverum með fjölþættum viðris straumum.

 

Nánari uppýsingar
Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri
Matís
Vínlandsleið 112, 113 Reykjavík
Sími: 422 5000
Netfang: sigrun@matis.is.