Lífauðlindir Norðurlandanna; kortlagning sjálfbærniviðmiða

Home / Verkefni / Önnur verkefni / Lífauðlindir Norðurlandanna; kortlagning sjálfbærniviðmiða

Náttúrauður eða lífauðlindir Norðurlandanna eru gríðarlega mikilvægar í beinu efnahagslegu samhengi en um 10% af stærð hagkerfis Norðurlandanna má rekja til afurða þeirra (Rönnlund et al 2014). Hvergi er hlutdeild þeirra stærri en á Íslandi, en þar er hún um 18% (Rönnlund et al 2014).

Til viðbótar við bein verðmæti lífauðlinda hafa þær mikið óbeint virði, sem er meðal annars fólkið í bindingu kolefnis, náttúrulegri hreinsun vatns og þynningu mengunar. Einnig má nefna menningarlegt mikilvægi þeirra, sem til dæmis tengist upplifun og afþreyingu.

Í ljósi þess hve mikilvægar lífauðindirnar eru fyrir samfélög og hagkerfi Norðurlandanna skiptir miklu máli að nýta þær af skynsemi og fyrirhyggju og að tryggja viðhald þeirra með sjálfbærri nýtingu.

Markmið verkefnis

Markmið verkefnisins eru:

  • að skilgreina á hvaða lífauðlindum lífhagkerfi Norðurlandanna byggja með beinum hætti.
  • að kortleggja magnbundin sjálfbærniviðmið (allowable/sustainable yield) mismunandi lífauðlinda á Norðurlöndum m.t.t. hver viðmiðin eru, á hverju þau eru byggð og hvernig þeim er framfylgt.
  • að bera saman milli Norðurlandanna hver sjálfbærniviðmiðin eru og hvernig þau eru sett fyrir sömu lífauðlindir.

Í verkefninu er byggt á skilgreiningu McCormick og Kautto (2013) bls. 2590: Lífhagkerfið … er hagkerfi sem byggir á efnum og orku frá endurnýjanlegum lífauðlindum svo sem plöntum eða dýrum. (enska: The bioeconomy is “…an economy where the basic building blocks for materials, chemicals and energy are derived from renewable biological resources, such as plant and animal sources.)

Ólífrænar auðlindir eru því undanskildar.

Ávinningur

Ávinningur þessa verkefnisins er margvíslegur og þá sérstaklega:

að verkefnið tekur saman á einn stað magnbundin sjálfbærniviðmið og verklag við setningu þeirra hvað varðar nýtingu lífauðlinda á Norðurlöndunum,

að verkefnið getur stuðlað að samvinnu og bættu verklagi hvað varðar skilgreiningar og ákvörðun sjálfbærniviðmiða,

að verkefnið getur sýnt fram á norræntexcellencehvað varðar nýtingar-/sjálfbærniviðmið og mun styrkja Norðurlöndin í sessi sem fyrirmynd í sjálfbærri nýtingu lífauðlinda.

Teymi rannsakenda

Verkefnisstjórar: Rannvá Danielsen og Sigurður Eyberg Jóhannesson frá Háskóla Íslands.
Ráðgjafar: Brynhildur Davíðsdóttir og Daði Már Kristófersson frá Háskóla Íslands
Rannsakendur: Rannvá Danielsen, Sigurður Eyberg Jóhannesson, Fredrik Salenius frá Háskóla Íslands, Halla Margrét Jóhannesdóttir Veiðimálastofnun, Rannsóknarstofun Skógræktarinnar við Mógilsá og Birgir Örn Smárason frá Háskóla Íslands og Matís, auk samstarfsaðila á Norðurlöndunum.

Nánari upplýsingar veitir

Brynhildur Davíðsdóttir, Prófessor
Umhverfis – og auðlindafræði
Háskóli Íslands
Netfang: bdavids@hi.is; sími: 525-5233