Sjálfbær norræn prótein framleiðsla

Home / Verkefni / Önnur verkefni / Sjálfbær norræn prótein framleiðsla

Á undanförnum tíu árum hefur ræktun próteinríkra plantna í Evrópu minnkað verulega og hefur það leitt til þess að álfan er háð innfluttu prótein. Ræktun próteinríkra plantna innan Evrópusambandsins er aðeins þrjú prósent af akurlendi, en innflutt prótein er um 80% af neyslu.

Skorturinn má rekja til alþjóðlegra viðskiptasamninga (GATT, Blair House samningurinn) sem leyfa ESB að vernda kornframleiðslu en í staðinn er tollfrjáls innflutningur á olíufræi og próteinríku fræi. Þessir samningar leiða til verri samkeppnisstöðu próteinplöntu ræktunar innan ESB og hefur leitt til mikils samdráttar í framleiðslu og hruns í kynbótum og rannsóknum (ESB 2011). Í dag er búfjárframleiðslan viðkvæm fyrir verðsveiflum og algerlega háð innflutningi á gæðapróteini.

Prótein er lífsnauðsynlegt í fæðu  manna og dýra. Belgjurtir eru sjálfum sér nægar með köfnunarefni, sem gerir þær  óháðar köfnunarefnisáburði og hefur það jákvæð áhrif á sáðskipti og ræktunarkerfi. Jafnframt mun sjálfbær norræn próteinframleiðsla gagnast bændum og styrkja norræna samvinnu og sjálfbærni.

Prótein plönturnar má skipta í tvo flokka:

  1. Fræberandi belgjurtir. Þar eru ertur, baunir, Fava baunir, linsubaunir og sojabaunir mikilvægustu plönturnar sem notaðar eru til manneldis og/eða í fóður fyrir búfé og fisk.
  2. Fóðurbelgjurtir. Þar eru rauðsmári, hvítsmári og refasmári mikilvægastir.

Sojabaunir eru mikilvægasti þáttur í próteinþykkni. Sjálfbær norræn próteinframleiðsla er möguleg, en krefst aukinna rannsókna, kynbótarannsókna og kynbóta og samvinnu milli hagsmunaaðila, svo sem samtaka bænda, rannsóknastofnana, kynbótafyrirtækja og fóðuriðnaðarins.

Markmið verkefnisins

Kortlagning framboðs á próteini fyrir norrænan matar- og fóðuriðnað. Skimun og lýsing helstu eiginleika hjá tiltækum plöntutegundum í genbönkum til að auðvelda notkun þeirra í kynbótum og kynbótarannsóknum á Norðurlöndum. Áhersla verður lögð á ræktunareiginleika sem eru mikilvægir fyrir norræna ræktendur í viðleitni þeirra  til að framleiða vel aðlöguð afbrigði sem henta núverandi og komandi loftslagi svæðisins. Markmiðið er einnig að koma á samstarfsneti hagsmunaaðila.

Verkefnisstjórn

Verkefnisstjórn er skipuð fultrúum frá Norrænu erfðaauðlindastofnuninni (NordGen), Alnarp í Svíþjóð og Kaupmannahafnarháskóli. Tengiliðir eru Anna Palmé anna.palme@nordgen.org, Svein Solberg svein.solberg@nordgen.org og Gert Poulsen ngbgpo@gmail.com.